Hafnað af ballettskólum vegna líkamsvaxtar – myndband

Ef einhver hefur einhvern tímann efast það að ballettdansarar væru alvöru íþróttamenn þá mun þessi auglýsing þurrka burt allan efa.

Nýjasta auglýsing íþróttamerkisins Under Armour er svo sannarlega kvetjandi innblástur fyrir alla þá sem hafa fengið höfnun í lífinu og í kjölfarið efast ágæti sitt. Auglýsingin sýnir Misty Copeland sem dansar fyrir American Ballet Theater segja frá því þegar hún fékk eina af mörgum höfnunum frá ballettskólum víða um Ameríku.

Misty var talin vera of vöðvastælt og of stór til þess að þykja fallegur ballettdansari. Líkamsbygging Misty er svo sannarlega gullfalleg og hefur hún sýnt öllum þeim sem höfnuðu henni þegar hún sótti um í skólunum hjá þeim hvað þær misstu af miklu.

Misty er í dag styrkt af Under Armour íþróttamerkinu og kemur fram í nýrri auglýsingaherferð fyrirtækisins.

o-MISTY-COPELAND-UNDER-ARMOUR-570 (1)

o-MISTY-COPELAND-UNDER-ARMOUR-570

SHARE