Halldór Helgason – ,,Ragnhildur Steinunn sá typpið á mér”

Halldór er flestum vel kunnugur en hann er einn af fáuum hér á landi sem hafa náð eins langt í snjóbrettaheiminum en hann er talinn einn sá besti.
Halldór vinnur sem atvinnumaður á snjóbretti ásamt því að vera með sína eigin hönnun í fatnaði, hann er búsettur í Monaco en  verður heima á Akureyri um jólin í faðmi fjölskyldu og vina.
Þrátt fyrir ungan aldur frægð og frama er hann með báða fætur pikk fastar á jörðinni og eðlilegri dreng er eiginlega ekki hægt að finna.
Halldór er ávalt hress og skemmtilegur og ekki langt að sækja í humorinn og fíflaskapinn.

Fullt nafn:Halldór Helgason
Aldur: 21
Hjúskaparstaða: Á lausu
Atvinna: Snjóbretti

Hver var fyrsta atvinna þín?
uuhh, það var unglingavinnan þegar ég var 15 ára, svo tók ég eitt sumar hjá ístak i byggingarvinnu þegar ég var 16 ára

Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?
Nah langtíma minnið mitt er löngu farið, en þegar eg var svona 10 til 15 ára heldu mjög margir að ég væri stelpa útaf því að ég var pínu lítill með heavy sitt ljóst sítt hár hehe!

Hefurðu stolið einhverju?
haha já, maður hefur mjög oft endað með skemmtilega hluti eftir djammið, en bara alveg random hluti sem eru ekkert verðmætir…

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Þessi spurning er frekar random, en já ég hef gert það, þegar klipparar, klippa mann alltaf styttra en maður vill, og þá nær hárið ekki að koma undan húfunni, svo ég hætti að fara i klippingu og klippi mig alltaf bara sjálfur núna: læt húfuna á hausinn og klippi einhverstaðar fyrir neðan hana, eaaaasy
Ég prófaði að  vísu að gera það einu sinni eftir djamm og ég mæli virkilega með því, hef aldrei klippt mig jafn vel og þá

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Baðskápana ??? en nei held að mér finnist það ekkert girnilegt

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
-uhm það er ábyggilega mjög mörg, en eina sem mér dettur í hug núna er kannski þegar Daníel Magnússon sýndi Ragnhildi Steinunni mynd af typpinu á mér, en það er nátturulega bara snilld

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
Facebook, svo fullt af einhverjum snjóbretta síðum og auðvitað www.helgasons.com

Seinasta sms sem þú fékkst?
Heavy spennandi SMS frá Nova: áfylling 3000 kr, staðan er 3.180

Hundur eða köttur?
Köttur: þeir chilla bara og redda sér sjálfir eins og kóngar

Hefurðu brotið lög?
ja plíiiis helling, en það alvarlegasta er ábyggilega þegar ég og vinir mínir brutumst inni sundlaugargarðinn og vorum teknir af löggunni þegar við vorum að hoppa á trampólíninu…. vorum svona 11 ára…

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
nobb, hef bara farið i eitt brúðkaup

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
það er bara ekki neitt því miður sem mig langar að breyta…

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
chillandi eins og kóngur og alveg búin á því.

Halldór vann fyrir vini sína 8000 evrur í casino í Monaco!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here