Hamingjusamasta píka heims er harðbönnuð – Myndir

Hamingjusamasta píka heims heitir Happy og er stranglega bönnuð á iTunes. Ástæðan mun vera sú að Happy, eða “Hamingjusama” eins og hún gæti útlagst á íslensku þykir of dónaleg.

Hamingjusömustu píku heims er nefnilega ætlað það hlutverk að kenna konum allt um eigin kynfæri; með öðrum orðum allt um  hvernig konur geta stundað sjálfsfróun og fullnægt sér hjálparlaust.

Á inngangi vefsíðunnar þar sem Fröken litla Hamingjusöm hlær allan liðlangan daginn (nei, þetta er ekkert bull, smellið HÉR) kemur fram að þeirri hamingjusömu sé ætlað að fræða konur um eigin líkama og vinna um leið gegn fordómum lútandi að sjálfsfróun kvenna, Tilgangurinn er sá að fræða konur, sér í lagi þær sem hafa alist upp við skömm og viðbjóð á kynlífi um unaðssemdir eigin líkama; Happy er ekki einungis leiðbeinandi um sjálfsfullnægju heldur er einnig að finna tölfræðilegar staðreyndir sem lúta að viðhorfum kvenna til sjálfsfróunar.

 

Þessar tölfræðilegu staðreyndir þykja of ögrandi fyrir vefinn: 

 

1

 

Höfundur farsímaviðbótarinnar, sem ritar á vefsíðuna sjálfa segir þar m.a.: “Okkar megimarkmið er sú löngun að hvetja konur til frekari umræðu og fræðslu um þeirra eigin kynhvöt og þarfir – og sérstaklega langar okkur að varpa hulu skammar og óbeitar af eðlilegri og náttúrulegri sjálfsfróun kvenna. Þær upplýsingar sem við höfum undir höndum benda á að umræðuefnið sé viðkvæmt og af fenginni reynslu vitum við allar að umræðan sjálf, það eitt að ræða sjálfsfróun getur valdið vandræðagangi og feimni.”

 

Þetta er Fröken litla Hamingjusöm, en hún er bönnuð.

 

 

friendly vagina

iTunes er hins vegar á því máli að farsímaviðbótin, sem var upprunalega ætlað að vera aðgengileg notendum 17 ára og eldri, sé hreint út sagt of dónaleg og harðneitar að kynna viðbótina fyrir farsímanotendum.

 Framleiðendur eru þó ekki af baki dottnir og halda úti fræðandi og skemmtilegri vefsíðu um viðbótina sjálfa og til stendur að hanna vefleik fyrir konur, þar sem þær geti sótt sér upplýsingar um eigin líkama og þann unað sem konur geti veitt sér hjálparlaust.

Vefsíðan sjálf er: HÉR

 

SHARE