Hana langaði bara í sopa!

 Sko, mamma mín er oft að gera eitthvað sem hún kallar  jóga- meira að segja úti á túni. Stundum snýr hún sér alveg við og þá veit ég ekki hvað snýr upp og hvað niður. Einu sinni vorum við úti á túni og mamma snéri sér við og var lengi, lengi svona skrýtin. Ég var orðinn voða þyrst og svöng og þá sá ég túttuna mína. Ég mjakaði mér þangað á rassinum því að ég er fljótari svoleiðis en þegar ég skríð og ég kann ekki ennþá að ganga og svo bara fékk ég mér sopa. O, hann var svo góður! Það var víst einhver maður þarna með myndavél og tók mynd af okkur mömmu. Okkur er alveg sama. Mamma var bara að gera jóga og ég var bara að fá mér að drekka“.

 

Amy, mamma á myndinni segir að þetta hafi einmitt verið svona eins og dóttir hennar “segir” og þau vissu ekki af þeim sem tók myndina. “Við eigum heima í smábæ á Hawaí  og maður þarf ekkert frekar að vera í fötum þegar maður er að iðka jóga.  Hún Naia litla  er vön  að fá sér sopa við ýmsar aðstæður” Segir mamman á myndinni sem fór eins og eldur um sinu um netheima.

Við völdum að lifa frekar fábrotnu lífi og söfnum ekki dóti kringum okkur, hélt Amy áfram. Nú búum við, maki minn og Naia litla hér á Hawaí of munum bráðum flytja til Nýja Sjálands þar sem við verðum í sex mánuði. Jóga er mikill þáttur í daglegu lífi okkar og Naia er byrjuð að iðka jóga líka.

Hún tekur líka fram að hún og fjölskylda hennar séu ekki eitthvað „hippapakk“ – orð sem henni finnst reyndar út í hött en heyrist stundum.”Við erum ekki hefðbundin fjölskylda en erum góðir vinir og elskum hvert annað og líklegast óska nú flestir eftir þannig sambandi”

SHARE