Hann átti að eiga 18 mánuði ólifaða

Það var árið 2012 sem hinn breski David Habbitt, þá aðeins 32 ára, var greindur með krabbamein. Hann fór í lyfjameðferð, geislameðferð og aðgerð en það var ekkert sem stoppaði krabbameinið.

 

Sjá einnig: Shannen Doherty greindist með brjóstakrabbamein

Einn af vinum David sagði honum frá kannabis olíu og þeim árangri sem krabbameinsjúklingar höfðu náð með henni. David var ekki hrifinn af hugmyndinni til að byrja með því hann hafði aldrei notað nein eiturlyf.

„Mér leið eins og lyfjameðferðin væri að gera útaf við mig. Ég hafði engu að tapa en gat ekki sætt mig við að deyja,“ sagði David.

Sjá einnig: Barnið mitt fékk krabbamein

 

David byrjaði að nota olíuna og 18 mánuðum seinna, þegar hann fór í skoðun kom í ljós að krabbameinið var allt farið.

Krabbameinslæknar í Bretlandi segja samt sem áður að það séu engar „sannanir“ sem styðji þá kenningu Davids að kannabisolía lækni í raun krabbamein.

Þetta hlýtur þá að vera kraftaverk! Hvort svo sem það er fögnum við því auðvitað að David er laus við krabbameinið.

 

 

SHARE