Hann átti enga vini, nú eru þeir 285.000 og fjölgar stöðugt!

Í dag á hinn 10 ára gamli Colin tæplega 300.000 vini. Þegar hann á afmæli þann 9. mars nk. mun hann líklega eiga um 1 milljón.
Fyrir 10 dögum síðan átti hann enga.

470_2758076

 

Colin, ungur drengur í Michigan, er haldinn röskun í taugaþroska líkri einhverfu og Asperger. Vegna þess hefur hann átt í erfiðleikum félagslega. Þar sem að 11 ára afmælisdagur nálgast sagði Colin móður sinni Jennifer að honum langaði ekki í afmælisveislu. “Mamma hverjum ætti ég að bjóða? Ég á enga vini.”

Jennifer ákvað að halda óvænt afmælispartí fyrir Colin á Facebook. Hún stofnaði síðuna “Happy birthday Colin”  og fékk nokkra vini í lið með sér til að senda skilaboð til sonar síns. Hugmyndin var að sýna honum síðuna á afmælisdaginn hans. Mamman setti einnig póstfang  á síðuna ef að fólk vildi senda honum kort.

Í fyrstu voru viðbrögðin hæg, en fyrir nokkrum vikum varð Jennifer spennt yfir að hundrað like voru komin á síðuna. “Frábært, 101 like. Ég hefði getað grátið, Colin mun verða svo ánægður. Haldið áfram að pósta og deila, við elskum ykkur”, skrifaði hún á síðuna.

Fljótlega fór heimurinn að taka eftir. Núna safnar síðan likeum á hverri mínútu og pósthólf fjölskyldunnar fyllist. Fólk frá Skotlandi, Sviss og fleiri löndum deilir eigin reynslu um erfiðleika þess að eignast vini og finnast metin að verðleikum og senda jákvæðar kveðjur.  Jennifer uppfærir aðdáendur síðunnar með myndum, myndböndum og sögum um Colin.

470_2758077

 

Á föstudag skrifaði hún: “Colin var að segja mér frá fólki um allan heim sem að hann hefur kynnst í gegnum Nintendo DS leikjatölvuna sína. Og mig dauðlangaði að segja honum frá þeim þúsundum einstaklinga um allan heim sem vita nafnið hans vegna síðunnar, en það er ennþá mánuður þar til hann á afmæli þannig að ég gat þagað. Það var samt erfitt!”

Síðan er ennþá leyndarmál sem bíður Colins. Hvernig væri að hann myndi eignast vini frá Íslandi?
Smelltu endilega á síðuna hans, Happy birthday Colin, likeaðu og jafnvel sendu kveðju.

Ps. á þeim tíma sem tók að skrifa greinina fjölgaði vinum hans um 73.000!!

SHARE