„Hann baðaði sig ekki í ár“

Í nóvember á síðasta ári voru slúðurblöðin að missa sig yfir því að Phil Collins mætti fyrir rétt til að reyna að fá fyrrum eiginkonu sína til að yfirgefa hýbýli þeirra á Miami. Phil bar því við að fyrrum eiginkonan Orianne Cevey hefði gifst öðrum manni í laumi.

Þessu fylgdu auðvitað fleiri greinar þar sem þau töluðu illa hvort um annað. Orianne lagði fram gögn fyrir rétti þar sem hún sagði að Phil hefði misnotað verkjalyf, hefði hætt að baða sig og bursta tennurnar svo hann hefði ekki verið hæfur til að stunda kynlíf.

Sjá einnig: Söng með syni látins vinar

Orianne og Phil kynntust fyrst árið 1994 þegar Orianne vann fyrir hann sem túlkur á tónleikaferðalagi þeirra í Sviss, en Orianne talar 4 tungumál. Þau urðu náin og héldu alltaf sambandi. Þau trúlofuðu sig þremur árum seinna og giftu sig svo tveimur árum seinna, 1999. Þau eignuðust tvo syni NC (19) og MC (16).

Sjö árum eftir giftinguna tilkynntu þau að þau væru að skilja og þurfti Phil að greiða Orianne 64 milljónir dollara til að klára málið. Innan við áratug seinna urðu þau aftur vinir og byrjuðu saman aftur.

„Nokkrum árum seinna, um 2015, ákváðum við að flytja saman aftur og Phil lofaði mér að hann myndi gefa sig 50% meira í fjölskylduna,“ sagði Orianne í viðtali við RadarOnline. Þau fluttu inn á heimilið sem þau höfðu rifist um í skilnaðinum.

Sjá einnig: Demi Moore án farða og filters

„Við reyndum í nokkur ár og það var allt í lagi en svo fórum við að þroskast í sundur. Við vorum að ala börnin okkar upp saman, en við áttum ekki lengur í ástarsambandi. Við vorum til staðar fyrir börnin, kenndum þeim og gáfum þeim ást og stuðning. Við áttum sitthvort lífið, vorum í sitthvoru herberginu, undir sama þaki en alls ekki saman.“

Orianne segir að það hafi verið erfitt tímabil í lífi þeirra en Phil hafi ekki verið að fara í nein tónleikaferðalög. „Ég fór með hann til læknis ef þess þurfti og sá alveg um hann. Passaði að hann borðaði og var alltaf til staðar.“

Eins og fyrr segir lagði Orianne fram gögn um að Phil hefði misnotað verkjalyf og hefði neitað að bursta tennurnar og hafi á tímapunkti ekki baðað sig í næstum ár. „Fýlan af honum var orðin svo sterk að hann var farinn að vera eins og heimilislaus maður og neitaði að eiga nokkur persónuleg samskipti við fólk,“ sagði Orianne og segir að hún hafi, þrátt fyrir allt, reynt að hjálpa honum en hún var sjálf að takast á við sín eigin vandamál.

Rétt áður en þau tóku saman aftur fór Orianne í einfalda aðgerð sem misheppnaðist skelfilega og læknirinn sem skar hana skar í mænuna á henni og hún vaknaði eftir aðgerðina lömuð frá hálsi og niður. Hún viðurkennir að hún hafi um tíma íhugað sjálfsvíg. „Einn daginn hreyfðist önnur litla táin mín og ég hugsaði með mér að fyrst táin hreyfðist hlyti ég að geta hreyft eitthvað fleira. Ég var í hjólastól í tvö og hálft ár, fór svo að ganga með hækjur og svo með staf. Núna er ég í endurhæfingu 5 og hálfan tíma á dag til að geta gengið aftur.“

Orianne hefur fundið ástina á ný en ágreiningurinn milli hennar og Phil er enn í gangi. Phil lét hana, og börnin þeirra flytja út úr húsinu á Miami sem Orianne segir að sé alveg fáránlegt. Þetta hús hafi verið þeirra og hún hafi innréttað það og gert það að því sem það er í dag.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here