Hann er líkamsræktarmódel án starfandi hjarta

Þetta er Andrew Jones. Hann starfar sem líkamsræktarfyrirsæta og kemur frá Farmington í Connecticut. Hann er ekkert öðruvísi en önnur módel, fyrir utan að hann hefur ekki starfandi hjarta og hefur hann kallað sig flottustu afturgöngu sem þið munuð sjá.

AJ þarf stanslaust að sjá til þess að hann sé með nóg batterí og vera alltaf tengdur við tölvu til þess að sjá til þess að hann sé með næga hleðslu á gervihjartanu. Hann segist alltaf þurfa að hlaða sig á nóttunni, en þegar hann fer að sofa, setur hann símann sinn í hleðslu og sjálfan sig í leiðinni.

Sjá einnig: Hefur þú tekið afstöðu til líffæragjafar?

Árið 2015 var hann greindur með ofvaxtarhjartavöðvakvilla, sem þýðir að hjartavöðvarnir þykkna án nokkurrar ástæðu og verður til þess að sjúklingurinn þarf að fá hjartaígræðslu til að lifa. Á meðan AJ er að bíða eftir nýju hjarta, þurfti hann að fá ígræddan búnað sem pumpar blóði úr neðra hjartahólfinu út í æðar hans.

inspiring-fitness-model-that-lives-without-a-working-heart-2-768x740

Hann lætur kvilla sinn ekki hafa of mikil áhrif á sig og stundar líkamsrækt af fullum krafti. Hann leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með sér á Instagram og á You Tube rás sinni.

inspiring-fitness-model-that-lives-without-a-working-heart-3

Afar löng bið er eftir hjartaígræðslu og verður hann að bíða í langan tíma til þess að fá nýtt hjarta. Á meðan hann bíður hefur hann stofnað samtök sem heita Hearts At Larger til þess að vekja athygli á því að mikil þörf er á líffæragjöfum. Einn líffæragjafi getur bjargað 8 lífum, en afar margir deyja á degi hverjum vegna þess að þeim vantaði nýtt líffæri.

inspiring-fitness-model-that-lives-without-a-working-heart-4

SHARE