Hann fór í fyrstu lýtaaðgerðina 17 ára

Við höfum áður sagt ykkur frá hinum mennska Ken, en hann heitir í alvöru Rodrigo Alves og er fæddur í Brasilíu og býr nú í Englandi. Hann hefur farið í meira en 70 lýtaaðgerðir til þess að breyta útliti sínu og hefur hann safnað sér um 800 þúsund fylgjendum á Instagram.

Rodrigo segist hafa horft mikið á Disney myndir þegar hann var að alast upp og hann hafi alltaf langað til að líta út eins og prinsarnir í þessum myndum.

Rodrigo fékk örlítil brjóst vegna gynecomastia og var með mikla minnimáttarkennd vegna þess. Honum var strítt látlaust í skóla vegna þessa en sagði ekki foreldrum sínum neitt, því þau voru að ganga í gegnum skilnað og Rodrigo vildi ekki bæta á vanlíðan þeirra. 

Hann fór í sína fyrstu lýtaaðgerð 17 ára þegar hann lét fjarlægja alla auka húð af bringu sinni og eftir það var ekki aftur snúið. Hann fór í hverja aðgerðina á fætur annarri. Hann var í skóla í London á þessum tíma og þegar hann kom heim aftur eftir námið var fjölskylda hans í sjokki yfir útlitinu hans. Þau vildu að hann myndi leita sér aðstoðar.

Rodrigo lét samt ekki segjast og hefur farið í rúmlega 70 lýtaaðgerðir. Hann hefur farið í nokkrar sem hafa misheppnast og þurft að fara í aðra til að laga hana og svo koll af kolli.

Rodrigo segist ekki vera veikur á geði heldur hafi hann einfaldlega fæðst í röngum líkama. „Ég er öðruvísi og framandi og þess vegna horfir fólk á mig!“

SHARE