„Hann fór með mig á fyrsta AA fundinn minn“

Hank Azaria(59) tjáði sig um andlát Matthew Perry í gær, en leikarinn hefur verið edrú í 17 ár. Hann talar um Matthew sem „bróður“ sinn og segir að hann hafi alltaf verið til staðar fyrir hann þegar hann þurfti á honum að halda.

Hank segir að Matthew hafi kynnt hann fyrir AA og farið með honum á fundi allt fyrsta árið sem hann var edrú. „Þegar Matthew var edrú var hann umhyggjusamur, gefandi og vitur,“ sagði Hank.

Undanfarin ár hefur Matthew talað mjög opinskátt um baráttu sína við að verða edrú og hvernig áfengi og fíkniefni höfðu áhrif á hann í gegnum árin. Hann sagði í viðtali við New York Times árið 2002 að hann hefði orðið edrú því hann var hræddur við að deyja. „Ég varð ekki edrú af því mig langaði það. Ég varð edrú vegna þess að ég hafði áhyggjur af því að ég myndi deyja á morgun.“

Hank sagði í minningarorðum um vin sinn að barátta Matthew við fíknina hefði haft áhrif á vinasamband þeirra. „Ég elskaði hann af öllu hjarta en okkur sem stóðum honum næst, fannst áfengi og fíkniefni hafa tekið hann frá okkur,“ en Matthew hafði verið á beinu brautinni í dágóðan tíma fyrir andlátið. Talið er að leikarinn hafi fengið hjartaáfall og drukknað.

SHARE