,,Hann hefur ítrekað haldið framhjá henni og hún er búin að fá NÓG”

Vefmiðillinn Radar Online greinir frá því að stórsöngkonan Beyonce hyggist nú skilja við rapparann Jay Z en þau hafa verið gift í sjö ár. Samkvæmt miðlinum má búast við því að Beyoncé sendi frá sér opinbera tilkynningu um málið á allra næstu dögum. Heimildarmaður In Touch segir frá því í viðtali við tímaritið að Jay Z hafi ítrekað haldið framhjá Beyoncé og það í langan tíma.

Sjá einnig: Solange, systir Beyoncé ræðst af heift á Jay Z á Met Gala: MYNDBAND

Hjónaband þeirra er steindautt. Bey er löngu búin að fá nóg af því að þykjast vera hamingjusöm.

rs_1024x759-140410095214-1024.beyonce-jay-z-st.tropez.ls.41014

Söngkonan hefur veitt afar fá viðtöl síðustu 18 mánuði eða alveg síðan systir hennar, Solange, réðst á Jay Z í lyftu. Talið er að það sé vegna þess að hún óttist spurningar um hjónaband sitt.

Það hefur einnig vakið athygli að þegar söngkonan steig á svið á tónlistarhátíðinni Made In America í síðustu viku og tók lag þeirra hjóna, Drunk In Love, þá var Jay Z ekki með henni á sviðinu, en hann var samt staddur á hátíðinni.

SHARE