Hann komst upp með það!

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Mig langar til að segja mína sögu til að hjálpa öðrum sem gætu lent í því sama og ég! Ég er 20 ára í dag og mjög hamingjusöm en:

Þetta byrjaði allt á Facebook spjalli á milli mín og hans fyrir rúmum 3 árum ég var þá 17 ára. Hann var rosalega fínn strákur, svo byrjuðum við að senda sms og hringja á milli. Við vorum orðnir mjög góðir vinir í gegnum síma og tölvu og ætluðum alltaf að hittast en ég komst aldrei þegar ég var í Reykjavík og hann verður mjög fúll og reiður yfir því að ég komist aldrei svo ég lofa að hitta hann næst. Svo kem ég aftur til Reykjavíkur til að vera í afmæli litlu systur minnar og um kvöldið ákveð ég að hitta hann, hann var einhverstaðar að skemmta sér með vinum sínum svo ég býð bara alla nóttina eftir að hann komi að sækja mig.

Hann kom um 5 leytið um nóttina og sótti mig heim til mömmu minnar og pabba og við förum heim til hans og eitt leiddi af öðru og við farin að kúra uppí rúmi. Á mjög löngum tíma, að mínu mati, er hann búinn að neyða mig til að totta sig oftar en einu sinni, halda mér á meðan hann tekur mig í rass, klípa mig eins fast og ég hef nokkru sinni upplifað, kyrkja mig þrisvar sinnum þá hélt ég að ég myndi deyja og grét, hann sló mig nokkrum sinnum utanundir og neyddi mig og píndi.

Ég var svo hrædd eftir þetta að ég þorði ekki að hreyfa mig né hringja og biðja mömmu um að sækja mig. Ég lá við hliðina á honum til hádegis og gat ekki snúið mér ég var svo uppgefin og illt í brjóstunum því þau voru svo marin og blá. Um hádegi hringir mamma til að sækja mig. Ég segi ekkert á leiðinni heim og fer svo með rútunni norður, heim til mín.

Ég grét alla leiðina heim og hringdi strax í vinkonu mína þegar ég kom heim og bað hana að hitta mig og sagði henni alla söguna. Hún sagði mér að kæra hann en ég þorði því ekki. Mér fannst ég svo skítug og ógeðsleg og gat ekki ímyndað mér að nokkur maður vildi vera nálægt mér og hvað þá að ég myndi einhverntíman eignast mann og börn, hélt að öllum finndist ég svona skítug drusla sem engum þætti vænt um.

En ég gaf vinkonu minni leyfi til þess að segja pabba sínum þetta sem er lögga og hann fór með þetta lengra og ég fékk tíma hjá neyðarmóttökunni daginn eftir og þá var ég með skrámur í leggöngum og mjög marin á brjóstum og læknarnir voru rosalega hissa að sjá svona mar en sögðu mig algjöra hetju að geta sagt svona vel frá. Ég fékk því næst sálfræðing sem ég hitti reglulega í langan tíma og hún var algjört æði og bjargaði mér algjörlega. Ég reyndi stöðugt að halda mér upptekinni svo ég myndi ekki hrynja. Það var fullorðinn maður sem sagði við mig að þetta hefði nú bara verið mér að kenna og það fór alveg með mig..mér leið alveg nógu illa og allir voru að reyna að sannfæra mig um að þetta væri aldrei fórnarlambinu að kenna nema þessi maður.

Ég gat ekki sofið ein í langan tíma og var í viku hjá hverjum vini mínum þá fannst mér ég vera uppáþrengjandi og fór til næsta vinar og fékk að gista. Ég hugsaði stöðugt um fjölskylduna mína því gerandinn vissi hvar þau ættu heima og væri vís til að gera þeim eitthvað illt. Vini mínum var hótað öllu illu fyrir að hjálpa mér og ég var alveg miður mín yfir þessu öllu saman. Gerandinn var svo kærður fyrir aðra nauðgun stuttu seinna þar sem 2 fórnarlömb voru um að ræða. Ég fór fyrir dómstóla sirka 4 mánuðum eftir atburðinn og er það eitt það erfiðasta sem ég hef á ævi minni gert.

Ég var búin að halda mér svo upptekinni af einhverju öðru að ég gjörsamlega hrundi þegar ég var búin í Héraðsdómi Reykjavíkur, ég talaði ekki, borðaði ekki og horfði niður svalirnar á 5. hæð og hugsaði um að hoppa niður, en ég gat ekki gert fólkinu mínu það og hvað þá gerandanum. Ég ætlaði að berjast til enda og gerði það. Ég vil þakka öllum þeim sem komu með mér og stóðu með mér alveg heilmikið fyrir! Hefði aldrei getað þetta án þeirra. En svo kom símtalið frá réttargæslumanninum mínum um að mitt mál gefði verið fellt niður og hann því ekki dæmdur sekur fyrir brotið en var dæmdur fyrir hina nauðgunina, því þar var 3 aðilinn sem gat sannað allt.

En ég er mjög hamingjusöm ung kona í dag! Í dag bý ég með einum stráknum sem leyfði mér að gista hjá sér og var hótað öllu illu og elska hann útaf lífinu, við eignuðumst fallegustu stelpu í heiminum 2012 og höfum það rosalega gott. Ég segi nú ekki að ég hugsi aldrei um það sem gerðist en þetta hefur ekki sömu áhrif og áður. Ég þakka guði fyrir allt það góða sem ég hef fengið í lífinu og auðvitað mömmu og pabba og bestu vinkonu minni sem hjálpaði mér og stóð með mér til enda, ég hefði aldrei kært nama af því hún sagði mér að gera það og auðvitað á enginn að komast upp með að sleppa eftir að hafa rústað manneskju á þennan hátt!

Svona litu brjóstin á mér út daginn eftir.

DSC_0415

SHARE