Hann langaði í þessa mynd á handlegginn en útkoman varð allt önnur

Hinn 29 ára gamli Didier Jacquemin ætlaði sér að fá sér draumahúðflúrið sitt. Það fór ekki alveg eins og hann hafði lagt upp með. Hann langaði í þessa mynd á framhandlegginn á sér:

Screen Shot 2015-03-02 at 3.47.04 PM

 

 

Didier býr í Belgíu og fann mynd á netinu sem hann langaði til að fá á handlegginn. Hann prentaði út myndina og fór með hana á húðflúrsstofuna 15. janúar og bað um alveg eins mynd. Það sem hann fékk á handlegginn var hinsvegar ALLT önnur mynd!

„Ég hafði valið mér líflega mynd,“ sagði Didier. „En í staðinn er ég með eitthvað sem líkist mávum og dautt tré.“ Hann viðurkennir að hafa kannski treyst húðflúraranum fullvel en segir að hann hafi séð flúr eftir hana, á vini sínum, og það hafi tekist mjög vel. „Ég var nokkuð öruggur með mig!“

Þegar myndin var komin á handlegginn sá Didier að hún var ekki eins og hann hafði viljað.„Hún sagði að þetta væri eðlilegt, myndin yrði meira með „lifandi“ með tímanum. En eftir því sem tíminn leið varð útkoman sífellt verri.“

bad-tattoo-550x550

 

bad-tattoo21-550x550

 

Didier segir að hann hafi orðið mikið fyrir háðsglósur frá fólkinu í kringum sig eftir þetta. „Mamma hafði meira að segja á orði að ég ætti að setja áburð á tréð mitt því það liti ekki nógu vel út.“ Þegar Didier talaði við húðflúrarann sagðist hún hafa verið í tímaþröng þegar hún var að setja myndina á hann. Hún hefði þurft í það minnsta 11 klukkustundir til þess að gera nákvæmlega eins mynd. Að lokum viðurkenndi hún þó mistökin og endurgreiddi honum að fullu.

Heimildir: Lameuse

Tengdar greinar:

Verða húðflúr alltaf hallærisleg með tímanum?

Skuggalega raunveruleg húðflúr – 24 myndir

Hvað ef stjörnurnar hefðu verið með húðflúr?

SHARE