Munið þið eftir dreng að nafninu Richard Sadrak? Hann var einnig með viðurnefnið litli Herkúles og var vaxtarræktarbarn, ef svo má kalla og varð heimsfrægur fyrir ótrúlegan líkamsvöxt sinn aðeins 8 ára gamall.

Líf hans snerist í kringum vaxtar- og líkamsrækt, en faðir hans æfði bardagalist og móðir hans var areobik kennari. Þau gengu það langt að ráða sértakan einkaþjálfara til þess að láta hann massa son sinn upp og efuðust margir úti í heimi um uppeldisaðferðir foreldra hans fyrir vikið.

Sjá einnig: Sara Heimisdóttir hefur náð langt í vaxtarrækt í Bandaríkjunum.

Þegar Richard var 11 ára gamall var hann tilnefndur sem heimsins sterkasti drengur, en ekki var allt eins og það sýndist. Faðir hans var handtekinn fyrir að misnota móðir hans og varð það til þess að Richard hætti alfarið að lyfta lóðum og sleit á öll samskipti við föður sinn. En hvar er Richard í dag?

Litli Herkúles er nú 24 ára gamall og er nú himinn og haf á milli útlits hans í dag og fyrir rúmum áratug. Nú er hann ósköp eðlilegur í vextinum og heldur sér í formi með því að fara á hjólabretti. Hann segir að hann hafi alveg fengið nóg af því að lyfta lóðum og er nú með allt annað áhugamál. Hann starfar sem áhættuleikari hjá Universal Studios Hollywood Waterworld sýningunni, sem felur í sér að láta kveikja í sér fimm sinnum á dag.

Sjá einnig: SKRÝTIÐ: Hvað ef ALLIR væru vaxtarræktartröll? – Myndaþáttur

Nú til dags er draumur hans um að starfa sem vísindamaður hjá NASA

 

h

hh

h1

h2

 

SHARE