Hann var með typpi á handleggnum

Faðirinn Malcolm MacDonald hefur loksins fengið getnaðarlim sinn á réttan stað, eftir að hafa verið með liminn fastan á handlegg sínum í 6 ár.

Þetta martraðakennda ferðalag hófst árið 2010 þegar Malcolm fékk alvarlega blóðsýkingu sem varð til þess að getnaðarlimur hans datt hreinlega af, eftir að hafa verið svartur í marga daga. Limurinn datt á gólfið og Malcolm tók hann og henti honum í ruslið. Malcolm segist ekki hafa verið á góðum stað þegar þetta var. Hann var heimilislaus og í neyslu.

Hann varð þó að taka sig saman í andlitinu ef hann vildi fara að lifa eðlilegu lífi aftur. Læknarnir bjuggu til liminn úr húð af handlegg Malcolms og var hann græddur á handlegg hans þar sem blóðflæðið var best. Það var gert árið 2015. Það var svo ekki fyrr en árið 2022 sem Malcolm fékk getnaðarliminn settan á réttan stað. Covid hafði seinkað öllu en loksins fékk hann að fara í 9 klukkustunda aðgerð og limurinn var kominn á milli fóta hans.

Ef þið viljið sjá meira þá getið þið horft á fyrsta helming þessarar heimildarmyndar á Youtube. Í henni sést 15 cm getnaðarlimur Malcolm á handlegg hans.

SHARE