Hárbeitt ádeila á hómófóbíu – Myndband

Hin stórglæsilega Ruby Rose, sem er fyrirsæta sem og skífuþeytir er hugmyndasmiðurinn og eini leikandinn í stórbrotinni stuttmynd sem hún sendi frá sér fyrir stuttu.

Stuttmyndin, sem felur í sér beinskeytta ádeilu á stöðluð hlutverk kynjanna, er um leið harkaleg ádeila á almenn viðhorf til beggja kynja. Stuttmyndin, sem ber heitið BREAK FREE kom út í síðustu viku og er þróttmikil ásýndar, sýnir í raun ólíkar væntingar til kvenlegrar og karllægrar hegðunar — í það minnsta ef marka má almenn viðhorf til kynjanna. 

Útgáfuna hefur Rose notað óspart til að ræða þau málefni sem lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir og transfólk (oft nefnt LGBT) samfélagið stendur frammi fyrir, en hún gaf út opinbera yfirlýsingu sl. föstudag á Facebook sem er svohljóðandi:

 

Það sem þarf að stoppa hér og nú, rétt eins og hómófóbían sjálf er einelti sem viðgengst innan samkynhneigðra samfélagsgerðra – tvíkynhneigðir eru ekki gráðugir – persónuhneigðir eru til og eru ekki eftirhermur – gagnkynhneigðir einstaklingar geta verið öflugustu stuðningsmenn samkynhneigðra og verið samfélagshóp þeirra hin mesta blessun – það er víst hægt að skilgreina sig sem transmanneskju án þess að undirgangast skurðaðgerð – þú getur líka verið kynlaus – og gettu nú bara hvað – þú getur verið hver sem þú vilt og líkað við allt það fólk sem þig langar. Það erum VIÐ sem ættum að breiða út boðskap kærleikans, við sem staðhæfum í sífellu að umhverfið sýni okkur ekkert umburðarlyndi. 

 

SHARE