Hárdekur í heimasóttkví, einangrun og samkomubanni

Dekur í sóttkví. Föst heima?

Hvað skal gera:
Ég er ein af þeim sem er komin í skert vinnuhlutfall vegna áhrifa veirunnar. Ég vinn um 120% vinnu að öllu jöfnu og er mjög aktíf kona, fer í ræktina, göngur og nýt lífsins með vinkonum og fjölskyldu flesta daga vikunnar. En nú þarf ég eins og flestir að endurhugsa lífið meðan þetta ástand varir.

Í dag er ég enn í ,,helgarfríi‘‘ og sú hugsun skýtur upp kollinum ,, hvað get ég haft fyrir stafni meðan ástandið líður hjá‘‘?.
Örugglega skýtur þessi hugsun líka upp hjá þér ef þú ert föst/fastur heima af völdum veirunnar.
Niðurstaðan er í mínu tilfelli að huga vel að fjölskyldunni og vinum en númer eitt að sinna sjálfri mér. Gera vel við mig. Fara í göngur, gera heimaæfingar, njóta í slökun og gera dekur við húð, hár og neglur.

Hárdekur:
Ég er menntaður hársnyrtimeistari og veit hvað skiptir miklu að dekkstra við hárið sérstaklega ef það er litað, strípað, permanentað eða hefur orðið fyrir skaða af völdum hitatækja eins og sléttujárns eða hárblásara.
Þar sem ég er með ljósar strípur í mínu hári og það frekar þurrt þá hugnast mér að dekra við hárið núna í þessu  óvænta frí.
Hárið er byggt upp m.a. á próteinum og ef það skaddast þá þarf að bæta þeim aftur í hárið til að lagfæra það. Þess vegna hef ég valið mér sjampó og djúpnæringu sem inniheldur prótein til að byggja það upp á ný.

Aðferð:
1. Þvo hárið með próteinsjampói tvisvar sinnum.
2. Þurrka hárið vel með handklæði.
3. Bera svo próteindjúpnæringuna í hárið.
4. Setja plastpoka og svo handklæði yfir hárið.
5. Láta bíða. (Skoða biðtíma á djúpnæringar pakkningunni)

Sjá meira: heima-haralitun-a-timum-sottkviar


Ég nota plastpoka og handklæði yfir hárið til að fá meiri hita í það en við það opnast hárstráið og hleypir næringarefnunum djúpt inn. Venjuleg næring sest utan á hárið og nærir það en djúpnæring fer inn í innsta kjarna hársins og nærir það.
Ef sumar tegundir af prótein næringu eru of lengi í hárinu þá getur hárið brotnað. Það er því mjög mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum á pakkningum með biðtíma svo að ekki hljótist meiri skaði af fyrir hárið.

Vörur sem fást á hársnyrtistofum eða í vefsölum hársnyrtistofanna eru áhrifameiri og virkari fyrir hárið heldur en þær sem fást í stórmörkuðum og apótekum landsins. Þess vegna mæli ég með því að versla hárvörur þar. Hárvörur eru dýrari á hársnyrtistofum vegna þess að gæðin eru meiri og við þurfum minna af þeim vörum. Linkur á vörurnar:

sapa.is/brand/paul-mitchell-awapuhi

Verum umhyggjusöm við okkur sjálf, það léttir okkur lífið og við verðum enn meira í stakk búin til að hlúa að öðrum í kring um okkar.

Birna Jónsdóttir
Hársnyrtimeistari

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here