Harry finnst Karl hafa brugðist sér

Harry Bretaprins (36) kom í viðtal til Oprah sem var sýnt á CBS í gær. Í viðtalinu segist Harry hafa upplifað að Karl, faðir hans, hafi brugðist honum. Karl hafi hætt að svara símtölum frá honum á tímabili en það sé allt á góðri leið.

Sjá einnig: „Þetta var að eyðileggja geðheilsu mína“

„Það er margt sem við þurfum að vinna í. Mér fannst hann bregðast mér því því hann hafði gengið í gegnum svipaða hluti og ég. Hann veit alveg hvað sársauki er og svo er Archie barnabarn hans. Ég mun auðvitað alltaf elska hann en það er sársauki þarna sem ég mun beita mér fyrir að laga og bæta samband okkar,“ sagði Harry.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here