Harry Styles brjálaður út í Zayn Malik

Zayn Malik (23) er að fara að gefa út sína fyrstu sólóplötu Mind of Mine þann 25. mars næstkomandi en hann var, eins og flestir vita, meðlimur í hljómsveitinni One Direction.

Zayn hefur verið duglegur við að mæta í viðtöl vegna plötunnar og fer oft ekki fögrum orðum um fyrrum hljómsveitarfélaga sína í 1D. HollywoodLife hefur fengið það staðfest að Harry Styles (22) sé alveg brjálaður út í Zayn vegna ummæla hans.

Harry skilur ekki hvers vegna Zayn notar hvert tækifæri til að stynja og kvarta yfir tímanum sínum í One Direction, en hljómsveitin hafi gert hann frægan til að byrja með.

„Harry hefur fengið nóg af þessu kvarti hans Zayn. Hann skilur ekki af hverju Zayn sé ekki neitt þakklátur fyrir þann stað sem hljómsveitin hefur komið honum á,“ segir heimildarmaður HollywoodLife. „Harry finnst að öll viðtölin sem Zayn fer í séu bara til þess gerð að upphefja hann og láta hann líta út fyrir að vera svalari og meira töff en allir aðrir í 1D.“

Sjá einnig: One Direction: Zayn hættur og Harry Styles brotnar niður á tónleikum í kjölfarið

 

Heimildarmaðurinn segir líka: „Harry man ekki til þess að Zayn hafi nokkurn tímann kvartað yfir því að fá að vera með skegg þegar hann var í hljómsveitinni). Zayn sagði frá því í Complex að honum hafi verið bannað að vera með skegg þegar hann var í 1D: „Ég mátti ekki vera með skeggið. Á endanum, þegar ég varð eldri, fór ég í uppreisn og ákvað að láta það vaxa, þrátt fyrir mótbárur. Þeir vildu ekki að ég liti út fyrir að vera eldri en hinir. Ég vildi líka lita á mér hárið en ég mátti það ekki heldur.“

Zayn hefur líka látið það flakka að tónlistin sem þeir gerðu í 1D hafi aldrei verið svöl og hann hafi aldrei viljað vera í hljómsveitinni. Hann hefur líka sagt að tónlistin sem 1D geri sé eitthvað sem hann hafi aldrei viljað hlusta á.

SHARE