Hártískan 2017, hvað ætli verði mest í tísku?

Samkvæmt heimasíðunni stylecaster.com er það sem koma skal í hártísku árið 2017, hin geysivinsæla bob-klipping með topp. Samkvæmt því sem þeir segja verður ekki þverfótað fyrir fólki með þessa klippingu og eru stjörnurnar nú þegar farnar að láta klippa sig í þessum stíl en þar má nefna t.d. Jessicu Biel og Jenna Dewan Tatum.

Hér látum við fylgja með nokkrar myndir af því sem koma skal í tískustraumum hársins:

 

Þess má geta að við hjá Hún.is eru einkar hlynntar því að hver og einn fari sínar leiðir í að skapa sér sinn stíl. Við erum jafn ólík og við erum mörg og alltaf gaman að hafa fjölbreytni, ekki síður í þessum efnum heldur en í öðrum!

SHARE