Hávaxnasta kona heims í fyrsta sinn í flugvél

Það finnst mörgum óþægilegt að vera í flugvél. Lítið pláss og erfitt að koma sér fyrir og svo framvegis. Hin 25 ára gamla Rumeysu Gelgi, frá Tyrklandi, er hinsvegar nýbúin að komast í fyrsta skipti í flug. Hún er nefnilega hávaxnasta kona í heimi, 215,1 cm á hæð.

Rumeysa Gelgi er með mjög sjaldgæfan genagalla sem er kallaður Weaver heilkenni, sem veldur því að beinin stækka of hratt. Rumeysa er ein af 27 staðfestum tilfellum af fólki með þetta heilkenni. Hún var meira að segja, sem barn, of stór til að passa í flugvélasæti.

Loksins kom svo að þessu hjá henni, að hún kæmist í fyrsta skipti í flug, í sérútbúinni flugvél sem flaug með hana til San Francisco. Til að koma henni í vélina þurfti að fjarlægja 6 sætaraðir úr vélinni og hún fékk sérstakar börur til að vera á í fluginu svo hún gæti teygt úr sér.

Rumeysa er með fleiri en eitt met í heimsmetabók Guinnes en ásamt því að vera stærsti táningur heims árið 2014, er hún með lengstu fingur á konu sem mældir hafa verið, lengsta bak og stærstu hendur á konu.

SHARE