Hefur ákveðið að leggja hælana á hilluna

Kryddpían fyrrverandi Victoria Beckham hefur gefist upp á því að ganga í hælum og hefur því lagt hælana á hilluna í bili.

Ég get bara ekki hæla lengur. Allavega ekki þegar ég er að vinna. Ég ferðast mikið. Föt verða að vera einföld og þægileg.

Sjá einnig: Er Beckham hjónabandið búið?

Árið 2011 var Victoriu skipað af lækni að hætta að ganga um í of háum hælum akkúrat á meðan tískuvikunni í New York stóð. 5 árum síðar valdi Victoria það sjálf að sleppa hælunum og mætti í strigaskóm.

Sjá einnig: Victoria Beckham er subba!

Victoria hefur þó ekki alveg kvatt háa hæla fyrir fullt og allt en það má búast við því að hún dusti rykið af þeim þegar hún mæti á rauða dregilinn fyrir viðburði.


victoria-beckham-1-3dbbd4f3-0cd7-4d5e-a48a-c6ff653a04ce

victoria-beckham-a5be5542-29c9-4bc2-a5b5-ad1bf68f4610

SHARE