
Bratislav Stojanovic í Serbíu var smiður en missti vinnuna og húsnæðið sitt.
Hann var 43 ára þegar hann flutti í kirkjugarðinn
Hann segir að honum líði miklu betur á meðal þeirra látnu en þeirra sem lifa á götum úti
Hann býr í grafhýsi sem hann deilir með ösku fjölskyldu sem lést fyrir meira en 100 árum síðan
Bratislav segir að grafhýsið bjargi honum frá kuldanum og hann notar kerti úr kirkjugarðinum til að hafa ljós
Honum líður eins og grafhýsið sé hans heimili
Grafhýsið er tæpir 2 fm og lofthæðin er 90 cm
Bratislav segir að hann óttist það ekki að sofa í kirkjugarði, hann sé miklu hræddari við að verða hungraður
Stundum þarf Bratislav að borða úr ruslinu en hann segir að maturinn úr ruslinu sé mjög góður og ótrúlegt hvað fólk sé að henda góðum mat í ruslið