Hefur ekki brosað í 40 ár

Margar konur fara í dýrar aðgerðir til að losa sig við hrukkur, en ein kona gerði þetta aðeins öðruvísi. Hún hetir Tess Christian og er fimmtug. Hún tók þá ákvörðun, fyrir 40 árum að brosa, hlæja og flissa ekki og hefur ekki gert síðan. Ástæðan er sú að hún vill ekki fá hrukkur.tess-christian-550x802

Tess segist alveg vera með kímnigáfu en hún lætur þetta ekki eftir sér. Hún brosti ekki einu sinni þegar dóttir hennar fæddist. Það verður alveg að viðurkennast að þessi furðulega aðferð hennar hefur virkað.

tess-christian6-550x569

„Ég er ekki með hrukkur því ég hef þjálfað upp hjá mér þann hæfileika að stjórna andlitsvöðvum mínum,“ segir Tess. „Það spyrja mig allir hvort ég hafi farið í botox en ég hef ekki gert það. Þetta hefur alveg borgað sig fyrir mig því ég er ekki með eina línu á andlitinu mínu.“

tess-christian3-550x362

 

Margir hafa gagnrýnt Tess og segja hana alltof hégómagjarna. Hún svarar því samt þannig að henni finnist sín aðferð vera minna hégómagjarna en það að fara í botox og í fegrunaraðgerðir.

tess-christian5-550x456

 

 Tengdar greinar:

Nýr hrukkubani? – Taugar í enninu frystar og hrukkurnar hverfa?

Eldri fyrirsætur ryðja sér til rúms sem aldrei fyrr

SHARE