Móðir sem eyðir um 60 milljónum til að verða Barbie

Nannette Hammond er engin hefðbundin heimavinnandi húsmóðir en hún hefur eytt yfir 60 milljónum íslenskra króna í lýtalækningar til þess að líkjast sem mest Barbie dúkku.

Sjá einnig: Ómáluð Barbie!

Hin 42 ára húsmóðir býr í Cincinnati með eiginmanningum sínum, Dave, og börnunum þeirra 5. Hún segist gera sér grein fyrir því að aðrir foreldrar baktali hana en að henni sé alveg sama.

Foreldrar geta hugsað það sem þau vilja og sagt það sem þau vilja um útlitið mitt en það truflar mig ekki. Ég hef kennt börnunum mínum yfirstíga þetta.

Sjá einnig: Stjörnur með öðruvísi áhugamál

Þegar Nannetta var ung stúlka átti hún meira en 50 dúkkur og hún elskaði að leika sér með Barbie dúkkurnar sínar. Þegar hún fór síðan að vaxa úr grasi varð hún feimin og óöruggari með útlitið sitt. Hægt og rólega kviknaði upp þrá hjá henni um að verða alveg eins og dúkkurnar hennar því hún var viss um að hún myndi ávallt verða hamingjusöm.

Í dag segist Nannette lifa draumalífi.

nannette-hammond-bikini-zoom-34731c6e-dfe1-4a83-b8e4-b65b4f75ff55

nannette-hammond-family-zoom-19fb65d5-ea71-4028-87ad-2639ce34b2c0

nannette-hammond-zoom-9e6c5d00-141a-4ab6-b155-7ddef51436ce

SHARE