Hefur lagt mínipilsin á hilluna

Nicole Richie hefur klæðst mörgum mínipilsum í gegnum tíðina en hefur ekki mikið verið að klæðast þeim seinustu misseri. Þegar hún var spurð út í þetta sagði hún: „Ég er tæpir 155 sentimetrar á hæð svo ég á ekki að vera í mínipilsi. Það kemur betur út á einhverjum sem er hávaxin.“ 

Sjá einnig: Nicole Richie er ekki hrifin af Justin Bieber

Nicole segir líka að hún vilji hafa fötin sín þægileg og þess vegna velur hún yfirleitt víðar buxur og ermalausan bol. Hún segist líka vera mikið fyrir að vera í samfestingum en ef hún er stödd heima við verði víðar íþróttabuxur fyrir valinu því þær séu svo notalegar.

SHARE