Hefur lifað eingöngu á vatni í 12 ár!

Ning Xuefa er ungur maður í Kína hefur komist í blöðin þar ytra vegna þess að hann segist ekki hafa borðað matarbita seinustu 12 árin. Ning, sem er bara tæpir 148 cm á hæð og 39 kg lítur ekki út fyrir að hafa nærst mikið en þessi frásögn hans er nánast of  ótrúleg til að vera sönn.

Ning sagði fjölmiðlum í Kína að hann hafi ekki borðað síðan hann var 10 ára gamall. Hann segir að bara það að horfa á brauð og grænmeti hafi látið honum verða óglatt og hann hafi alltaf verið með þurran háls og þá furðulegu tilfinningu að eitthvað væri fast í hálsinum á honum. Það varð til þess að hann fór að drekka mikið vatn yfir daginn.

Í dag drekkur hann um 15 lítra af vatni á dag og faðir hans staðfestir að það sé rétt sem hann segir, hann borði aldrei neitt, hvort sem það er brauð, hrísgrjón eða kjöt.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here