Hefur sleppt tökunum á reiðinni

Þegar Demi Lovato var aðeins 15 ára gömul, missti hún meydóminn þegar henni var nauðgað. Núna er hún 28 ára og segist loksins vera tilbúin að tjá sig um reynslu sína, en hún gerir það í nýrri heimildarþáttarseríu á Youtube sem heitir Demi Lovato: Dancing with the Devil. „Stundum hefur fólk heyrt tónlistina mína frá því ég var unglingur og segir „Þú varst svo reið!“ og nú segi ég: „já og nú vitið þið af hverju ég var svona reið,“ sagði Demi í viðtali við PEOPLE.

Vinur Demi, Michael D. Ratner, leikstýrir myndinni og í henni segir Demi frá skelfilegum smáatriðum um nauðgunina. Í myndinni segir hún líka frá því þegar hún var misnotuð af manninum sem seldi henni fíkniefni, þegar hún tók of stóran skammt árið 2018. „Svona áfall fer ekki á einni nóttu,“ sagði hún í myndinni.

„Það, að vera settur fyrir framan myndavél og segja fólki frá, er mjög frelsandi. Það gefur mér kraft og hjálpar mér að sleppa tökunum. Loksins leystist reiðin innra með mér upp. Ég hafði losað mig við mikið af reiðinni fyrir en þetta var punkturinn yfir i-ið. Ég get virkilega leyft mér að komast frá þessu,“ segir Demi í viðtalinu.

Demi segir líka að hún hafi tekist á við áfallið sem unglingur með því að nota áfengi og fíkniefni, forðast mat og kasta upp, Hún vonast eftir því að gefa öðrum, sem hafa lent í svipaðri reynslu, kraft og hugrekki til að hætta að þjást í einrúmi.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here