Hefur sökkt sér í lyf og áfengi

Bruce Jenner hefur aldrei verið hamingjusamari en nú en því er alls ekki eins farið með fyrrum eiginkonu hans, Kris Jenner. 

Kris á mjög erfitt með að sætta sig við hvernig líf hennar er orðið og samkvæmt slúðurvefnum RadarOnline hefur hún snúið sér að læknadópi og áfengi til að gleyma sér.

Sjá einnig: „Fokkaðu þér, Perez!“ – Kris brjálast vegna Bruce Jenner á Twitter

 

kris-jenner-bruce-jenner

„Hún drekkur og tekur kvíðalyfin Klonopin og Xanax því hún upplifir svo mikinn kvíða,“ sagði heimildarmaður og hann segir einnig að Khloe, dóttir Kris, sé orðin mjög áhyggjufull vegna móður sinnar.

Sjá einnig: Bruce Jenner ljómar af hamingju:  „Ég íhugaði oft sjálfsmorð“

„Khloe situr vanalega ekki á skoðunum sínum og bað hana að slaka aðeins á í áfengisneyslunni, sérstaklega heima við. Þau vita öll að Kris hefur verið að taka lyf til að sofa en nú er hún farin að taka þau líka til að komast í gegnum erfiða daga. Það virðast allir dagar vera erfiðir hjá Kris þessa dagana,“ segir þessi heimildarmaður líka og bætir við að Kris kalli pillurnar sínar:  Mama’s little helpers.

Sjá einnig:  Kim Kardashian tjáir sig um kynleiðréttingarferlið hjá Bruce

SHARE