Hefur þú séð hann? – Lýst eftir bandarískum pilti

Lögreglan á Hvolfsvelli ásamt björgunarsveitum úr Árnes- og Rangárvallarsýslu leita nú að bandarískum pilti að nafni Nathan Foley-Mendelssohn. Hann lagði af stað frá Landmannalaugum þann 10. september og ætlaði að ganga Laugaveginn að Skógum. Frá mánaðarmótum og fram til 10. september var vitað af honum á Ísafirði, Húsavík og í Landmannalaugum en eftir það hefur ekki spurst til hans.

Hann var líklega klæddur í sama jakka og á meðfylgjandi mynd, í svörtum buxum og með bláan bakpoka. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um þennan pilt eru beðnir um að láta lögregluna á Hvolsvelli vita í síma 488-4110 eða í tölvupósti á netfangið hvolsvollur@logreglan.is

SHARE