Hefur þú séð litlu tíkina Jasmín – hjálpumst að og deilum

Kona nokkur setti þetta á Facebook-síðu sína og bað um hjálp. En hún varð fyrir því furðulega atviki að einn af hvolpum hennar hvarf sporlaust.  Ef einhver þarna úti hefur hugmynd eða einhverjar vísbendingar um hvolpinn má hinn sami hafa samband við okkur á Hún.is  í gegnum netfangið ritstjorn@hun.is eða á Facebook síðu Ástu https://www.facebook.com/asta.isleifsdottir

Þess má geta að hún hvarf frá Langholtsvegi.

 

Elsku vinir nú er illt í efni svo ég bið ykkur að deila og deila og deila þessum myndum. Þannig er mál með vexti að einn hvítur hvolpur er horfin af heimili mínu ja heimili mínu og hef ég ekki hugmynd um hvað hefur gerst. Veit bara að hvolpurinn er ekki hér en var hér þegar ég fór út um kl 15:45. Bakdyrahurðinn mín var ekki í lás og af því að ég finn ekki hvolpinn þá hlýtur einhver að hafa tekið hana. Hún er 3 mánaða hvít lítil pg sæt og svarar nafninu Jasmín. Annað eyrað á henni er minna stíft en hitt og hun er mjög dömuleg. ÉG BIÐ ALLA ALLA SEM AÐ SJÁ EINHVERN HVOLP SEM AÐ GÆTI VERIÐ HÚN AÐ HAFA SAMBAND VIÐ MIG STRAX. ÉG ER GJÖRSAMLEGA MIÐUR MÍN OG FINNST ENNÞÁ VERRA AÐ VITA EKKI HVAÐ HEFUR ORÐIÐ UM HANA. Ég veit að hún komst ekki út sjálf því hún er ekki farinn að þora því og ég er buin að snúa öllu við heima hjá mér 3 sinnum og ég bý ekki í stóru húsi. Ég veit hún er ekki hérna því ef hun væri einhverstaðar her væri hun búin að láta sjá sig eða heyra í ser. PLease please deilið deilið deilið ég á ekki eftir að geta sofnað fyrr en ég finn út úr þessu.

hundur 2

hundur 1

SHARE