Heiðar Austmann og kærasta hans eiga von á barni!

Heiðar Austmann og kærasta hans, Stefanie Egilsdóttir eiga von á barni. Barnið er væntanlegt í heiminn þann 15.mars og verðandi foreldrarnir eru fullir eftirvæntingar. Þetta fallega par tilkynnti vinum og vandamönnum þessar gleðifregnir á Facebook í gær. Stefanie segir að meðgangan gangi vel en hún er þó ekki laus við ógleðina sem oft fylgir fyrstu mánuðum meðgöngunnar.

Barnið gæti komið í heiminn á afmælisdegi Heiðars

“Svo gæti Heiðar fengið hnoðrann sinn í afmælisgjöf hann á afmæli 17 mars. Það væri ekkert smá gaman!” – segir Stefanie og brosir hringinn. 

Við óskum þessu fallega pari til hamingju með væntanlegan erfingja!

SHARE