Kvikmyndaplaköt eru ómissandi þáttur í markaðsetningu kvikmyndar og ætlað að laða bíógesti og seðlana þeirra í bíó, það hjálpar til ef að leikararnir eru stór nöfn í bransanum og heiti kvikmyndarinnar og myndin á plakatinu grípandi.

En hvernig væri það ef að plakatið gæfi heiðarlega mynd af því sem koma skal?

Uppáhaldsplakatið mitt í safninu og kvikmyndaþríleikur sem er í miklu uppáhaldi er þessi, hvaða foreldri kannast ekki við þessa setningu “Erum við komin?” sem og fjölmargir aðdáendur þríleiksins, sem gátu ekki beðið eftir að Fróði og félagar hans kláruðu ferðalagið og á sama tíma og þeir vildu ekki að sagan endaði.

xe6e3a5b280be4ddbb2ec526aee3036f1.jpg.pagespeed.ic.-J0XUqPiEw

Hverjum er ekki sama hvað myndin heitir? Ryan Gosling fengi mig til að horfa á auðan vegg í 2 klst…..nei segjum korter, hef mikið að gera.

4eaaf8e438fcf6ac9a9639c7b6d7398f

 

Sumar myndir virðast eingöngu framleiddar til að kreista síðustu aurana úr einhverri hugmynd sem var bráðskemmtileg og vinsæl í fyrstu atrennu og þá er bara gott að vera heiðarlegur með það.

xe30e9ffe3c013dd7128e8e97728e6171.jpg.pagespeed.ic.-Q77YQnY2a

SHARE