Ofurfyrirsætan Heidi Klum var í fríi á Hawaii með kærastanum Martin Kirsten og 7 ára gömlum syni sínum um páskana. Þau voru að njóta veðurblíðunnar á ströndinni þegar sonurinn, Henry og 50 ára gamla barnfóstra hans tóku að dragast út á haf með kröftugri undiröldu.

Heidi Klum skellti sér beint í sjóinn til þess að bjarga þeim og aðspurð sagði hún: „Þau toguðust út á haf og að sjálfsögðu, sem móðir, varð ég óskaplega hrædd um barnið mitt og auðvitað alla sem voru í sjónum.“

heidi-klum-1 heidi-klum-2 heidi-klum-3 heidi-klum 

SHARE