Heilandi Henna kórónur við hármissi kvenna

Alger hármissir kvenna getur stafað af óteljandi orsökum og ekki bara vegna geislameðferðar, heldur einnig vegna sjálfsofnæmis og þá eu aðrir þættir óupptaldir.

Alger og viðvarandi hármissir getur gerst skyndilega og á nokkrum vikum, í einhverjum tilfellum eru konur viðbúnar – líkt og þegar um geislameðferð er að ræða – en hverjar sem orsakirnar eru og hvernig sem ferlið hegðar sér, mun niðurstaðan ávallt sú sama.

Kanadíska fyrirtækið Henna Heals sem sett var á laggirnar árið 2011, samanstóð af fáeinum sjálfboðaliðum í fyrstu en spannar nú yfir 150 listamenn sem vinna víða um veröld að athyglisverðri lausn á vandanum – náttúrulegum litum sem skreyta má hörund kvenna með – en litirnir sem eru skaðlausir, dofna og hverfa alveg á tveimur vikum.

[new_line]

3
Allur réttur áskilinn: Henna Heals – www.hennaheals.ca

[new_line]

Í viðtali við bandaríska miðilinn Huffington Post segir hin kanadíska Francis Darvin, sem er ljósmyndari og stofnandi fyrirtæksins að “Henna Heals verkefnið sé ástríðuverkefni og að hún trúi sterklega á heilandi mátt listsköpunar.”

[new_line]

Allur réttur áskilinn: Henna Heals
Allur réttur áskilinn: Henna Heals – hennaheals.ca

[new_line]
Fyrirtækið, sem býður upp á “Henna kórónur” notar eingöngu skaðlausa og náttúrulega liti og eins og sjá má í kynningarstiklunni hér að neðan er ferlið skemmtilegt, alls ekki óþægilegt og einstaklega fallegt á að sjá.
[new_line]

Allur réttur áskilinn: Henna Heals
Allur réttur áskilinn: Henna Heals – www.hennaheals.ca

[new_line]
 

Í þessari gullfallegu kynningarstiklu er farið nánar út í ferlið sjálf og skreytingarnar, en áhugasömum bendum við á að heimsækja vefsíðu Henna Heals þar sem hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar – smellið HÉR

[new_line]

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”ym6zfJLAJ8Y”]

SHARE