Heima hjá ofurfyrirsætunni Giselle Bündchen í Los Angeles

Fyrir ykkur sem bjuggust við því að ofur fyrirsætan Giselle Bündchen byggi í hefðarsetri þar sem þjónar bæru fram prótein á silfurfati þá er það því miður ekki rétt. Fyrrum Victoria’s Secret engillinn býr án efa í stóru glæsihýsi í Los Angeles en það sem einkennir heimili hennar er að það er mjög heimilislegt.

Í viðtali við Architectural Digest deilir Giselle og eiginmaður hennar Tom Brady því með lesendum að þau hjónin eigi bæði stóra fjölskyldu. Þess vegna fannst þeim mikilvægt að hanna húsið sitt sem einhvers konar griðarstað fyrir fjölskylduna þar sem hún gæti notið þess að vera saman.

Brady og Giselle eiga saman tvö ung börn en einnig á Brady sex ára gamlan son úr fyrra sambandi.

Hér má sjá myndir af heimilinu.

SHARE