Heimagerður sterkur “NINGS” réttur – uppskrift

HEIMAGERÐUR STERKUR “NINGS” RÉTTUR

 

Þú þarft:

 

* Spelt spaghetti (eða heilhveiti)

* Rice noodles (má sleppa og nota bara speltið)

* Grænmeti

* Laughing cow ost (1 stk)

* Sweet chili sósu eða/og sweet chili 10% Philadelfia ost

* Soya sósu eða tamari soya

* Pipar

* Cayenne pipar

* Prótein (ég notaði kjúkling)

 

Aðferð:

 

Byrjaðu á því að sjóða pastað.

Á meðan þú ert að því, skerðu niður grænmeti að eigin vali.

Ég notaði paprikku, gulrætur, kletta salat og grænkál, svo smá lauk.

Settu harða grænmetið fyrst (gulrætur og paprikka) út á pönnu með smá vatni á.

Þannig sjóða þær örlítið og mýkjast smá.

Svo bætirðu hinu grænmetinu við.

 

Settu smá soya á grænmetið.

Síðan bætirðu pastanu og kjúklingnum yfir, setur þá restina af soya sósunni, sweet chili og osti (hvað sem þið veljið að nota), og kryddið að vild.

 

Njótið !

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here