Heimagerður svitalyktareyðir

Ef þig langar að hugsa vel um líkama þinn og heilsu þá er eitt af því sem þú getur gert, að nota náttúrulegan svitalyktareyði. Nú hefur komið fram í rannsóknum að efni sem finnst í flestum svitalyktareyðum getur tengst brjóstakrabbameini. Sérstaklega segja þeir í greinum um málið að þetta sé viðkvæmt svæði því konur taka margar öll hár í burtu með rakvél, vaxi eða háreyðingarkremi sem gefi þessu efni, greiða leið inn í vefi húðarinnar.  Ef þið viljið athuga ykkar svitalyktareyði þá stendur á honum aluminum eða aluminum chlorohydrate í innihaldslýsingunni.

Hér er uppskrift af einföldum svitalyktareyði sem virkar mjög vel. Hann er ódýr og einfaldur að gera

 

Svitalyktareyðir

55 gr matarsódi
32 gr maisena mjöl
10 dropar tea tree olía
30 gr kókosolía (brædd)

 

Hrærið matarsóda, kornsterkju og tea tree olíu saman og blandið vel. Hellið síðan kókosolíu saman við og látið þykkna. Geymið í krukku eða setjið í gamalt ílát undan keyptum svitalyktareyði.

 

Heimildir: simplylifeblog.com

 

 

SHARE