Heimagert múslí

Það er svakalega gott að gera sitt eigið múslí. Þú getur ráðið hvað þú setur í það og hversu mikið. Þessi dásamlega uppskrift kemur frá Matarlyst.

Hráefni
100 g púðusykur
80 g hunang
50 g brætt smjör
1 tsk vanilludropar
½ tsk salt

Setjið þessi hráefni saman í skál, blandið vel saman. Bætið út í:
300 g tröllahafrar
60 g kókosmjöl
80g hnetur skornar niður (val)
Blandið vel saman.Setjið á bökunnarpappír. Svo inn í 160 g heitan ofninn í 20-30 mín, hrærið í á 5 mínútna fresti til múslíið bakist jafnt. Kælið. Ef þið ætlið að bæta út í t.d súkkulaði, eða þurrkuðum ávöxtum gerið það þegar múslíið hefur kólnað alveg. Athugið að ég bæti ekki hnetum saman við ef ég set það t.d á gulrótarköku.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here