DIY: Heimatilbúinn varasalvi með lit

Ég rakst á mjög skemmtilega síðu þar sem hægt er að nálgast leiðbeiningar að því hvernig maður býr til heimatilbúin varasalva. Hægt er að nota brot úr gömlum varalit til að setja smá lit í varasalvann en það er að sjálfsögðu ekki nauðsynlegt.

Uppskriftin af þessum hér fyrir neðan er tilvalin fyrir kalda vetur en þar sem að það er nú ekkert sérstaklega heitt á Íslandi á sumrin þá er tilvalið að reyna við þessa blöndu. Það er líka alltaf gott að eiga til góðan varasalva.

Hráefnin sem þarf í varasalvann eru eftirfarandi:

  • 8 dropar piparmyntuolía (hægt að nálgast í apótekum og heilsubúðum)
  • 2 matskeiðar möndluolía
  • 1 matskeið býflugnavax (beeswax, hægt að kaupa í heilsubúðum)
  • örlítið af broti úr varalit (valmöguleiki)

Aðferð: 

Setjið 2 matskeiðar af möndluolíu og eina matskeið af býflugnavaxi í glerkrukku og setjið lokið á. Hitið krukkuna í vatnsbaði í potti á miðlungshita þar til vaxið hefur bráðnað. Takið krukkuna úr pottinum og hrærið í blöndunni.

Næst er bætt við piparmyntuolíunni með dropateljara því ef of mikið magn af piparmintuolíunni fer út í blönduna, getur það sviðið þegar varasalvinn er settur á. Þess vegna er mælt með að byrja á 8 dropum. Ef það á að setja smá lit út í, þá er það gert síðast en gott er að byrja á minni lit heldur en meiri því það er auðvitað auðveldara að dekkja varasalvann heldur en að lýsa hann.

Ál-mintubox er tilvalið undir varasalvann en að sjálfsögðu má redda sér með eitthverju öðru íláti. Því næst er varasalvinn látinn standa í um það bil tvær klukkustundir eða þangað til hann hefur harðnað.

Screen Shot 2014-07-03 at 21.39.52 Screen Shot 2014-07-03 at 21.39.39 Screen Shot 2014-07-03 at 21.26.25

 

SHARE