Heimildarmyndin: Allur sannleikurinn um megrunarkúra

Í þessari forvitnilegu heimildarmynd frá BBC er tekið á þyngdarstjórnun, en á ári hverju reyna milljónir manns að grenna sig og það í Bretlandi einu. Flestum mistekst markmið sitt.

Hér er fjallað um þau margvíslegu ráð sem við heyrum nær á hverjum degi og fjalla um árangursríka þyngdarstjórnun, megrunarkúra og nýjustu grenningaræðin. Virkar eitthvað af þessu í raun og veru? Því reynir heilsublaðamaðurinn Michael Mosley að komast að með því að þaulkanna sannleiksgildi nýjustu kenninga á sviði þyngdarstjórnunar.

Michael flettir ofan af tíu einföldustu og áhrifaríkustu leiðum til að grennast. Markmið heimildarmyndarinnar er að umbreyta viðhorfum okkar til þyngdarstjórnunar og megrunarkúra, en Michael lítur alls ekki út fyrir að vera í yfirþyngd sjálfur. En meðan á tökum myndarinnar stóð, uppgötvaði Michael umframfituna sem hafði safnast kringum lifur og nýru, hættulega fitu sem hann þurfti nauðsynlega að vinna bug á. Á lífsbætandi ferðalagi sínu prófar hann því ýmsar kenningar á sjálfum sér. Í lok myndarinnar hefur hann svo náð markmiði sínu; hann er kominn í kjörþyngd og umframfitan er farin.

Í myndinni er sú vísindalega kenning að súpumáltíðir veiti meiri saðsemistilfinningu en föst fæða og gefin eru ágæt ráð og tillögur; sérfræðingar koma með hagnýt ráð og uppástungur fyrir fólk sem þarf að losa sig við aukakíló. Og heilbrigða leiðin að árangursríki þyngdarstjórnun er grandskoðuð í þaula.

 

r

SHARE