Heimili Gisele Bundchen og Tom Brady´s er ekkert slor

Gisele Bundchen og maðurinn hennar Tom Brady eru búin að koma sér fyrir á fallegu heimili í Los Angeles.  Architectural Digest fékk að kíkja inn á  heimili þeirra og er það ekki af verri endanum.  Þau tóku húsið í gegn og hafa byggt það upp á mjög svo fallegan og notanlegan hátt.  Gisele alþjóðlegur sendiherra umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, svo að finna leiðir til að spara orku og finna vistvænar lausnir á heimili þeirra var hennar hjartans mál. Þau fengu arkitektinn Richard Landry og innanhúshönnuðinn Joan Behnke með sér í lið og er útkoman hin glæsilegasta.

SHARE