
Ertu að leita að rúmgóðu heimili í Brooklyn og átt 8 milljónir dollara á lausu? Þá gæti fyrrum heimili Heath Ledger og Michelle Williams passað þér! Williams hefur nýlega sett húsið á sölu, en þau keyptu það saman árið 2005.
Sex svefnherbergi, fjögur og hálft baðherbergi (hver þarf ekki hálft baðherbergi í líf sitt?) og þriggja bíla bílskúr – rétt svo nægilega rúmgott fyrir litla fjölskyldu. Gólfin eru upphituð og þakið státar af fossi.
Við sjáum myndir:
Fyrir áhugasama er bent á fasteignasöluna Brown Harris Stevens.