Heimurinn í lamasessi vegna skilnaðarins

Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt þann 15. september og ber hún fyrir sig óleysanlegan ágreining í skilnaðarpappírum. Hún segir að hún hafi fengið alveg nóg af því hvernig Brad ól börn þeirra upp með harðri hendi, átti við reiðivandamál að stríða og að hann drykki illa. Angelina sjálf er meira fyrir lauslegri uppeldisaðferðir og því áttu þau til að stangast á varðandi uppeldi barna þeirra 6.

Sjá einnig: Skilnaður! – Angelina þoldi ekki uppeldisaðferðir Brad Pitt

Allskyns sögur eru hinsvegar að koma upp á yfirborðið og er Brad í afar miklu uppnámi vegna þessa. Sagt er að Angelina hafi ekki yrt á frönsku leikkonuna Marion Cotillard þegar hún kom á sett kvikmyndarinnar Allied og talið er að það hafi verið vegna afbrýðisemi.

Afbrýðisemi Angelina hefur orðið til þess að hún hefur rekið barnfóstru fyrir að vera of daðrandi, en svo er spurning hvort einhverjar stoðir eru undir áhyggjum hennar. Á Golden Globe verðlaunahátíðinni hafði Brad beðið sérstaklega um að fá að hitta Selena Gomez og náðust myndir af þeim í innilegum samræðum, sem varð til þess að Angelina varð alveg band brjáluð.

Slúðurmiðlarnir hafa einnig haft orð á því að fyrrum eiginkonu Brad, Jennifer Aniston hafi sagt að karma væri að vinna vinnu sína, þar sem hann fór frá henni til Angelina fyrir 9 árum, en það eru eflaust ekki allir sem eru tilbúnir til að trúa að það hlakki í Jennifer vegna skilnaðarins.

Brad vissi ekki af því að Angelina ætlaði að sækja um skilnað fyrr en daginn áður en hún gerði það.

Sjá einnig: Brjálæðislega reið vegna daðurs Brad Pitt

38A38D2600000578-3799660-image-a-2_1474442775191

389D02F100000578-3799253-image-a-33_1474415180246

SHARE