Hélt kynlífsbókhald í Excel og sendi eiginkonunni í pósti

Excel er til ýmissra hluta nytsamlegt og er ómissandi bókhaldsforrit en eiginmanni einum, sem þótti komið nóg af kynlífsleysi heima fyrir, gerði sér lítið fyrir og setti upp ansi undarlegt bókhald yfir ástarlíf þeirra hjóna og sendi svo konunni sinni í framhaldinu.

Grunlaus konan, sem var á leið í 10 daga viðskiptaferðalag, fékk skjalið í hendur gegnum vinnunetfangið – sem hún annars segir eiginmann sinn aldrei nota í þeirra samskiptum. Og svo reið varð eiginkonan, að hún póstaði skjalinu á Reddit en notendur tóku strax við að deila skjalinu sem nú hefur gengið ljósum logum um nokkra stund og valdið miklum usla í netheimum:

 

cSCdYL3

Sjokkeruð eiginkonan skrifaði við deilinguna:

Í gærmorgun, meðan ég sat í leigubíl og var á leið til flugvallarins, sendi eiginmaður minn þetta skjal á vinnunetfangið mitt, sem er tengt við símann minn. Hann hefur aldrei gert þetta, hann sendir mér alltaf SMS eða hringir í mig. Þegar ég opna svo skjalið sé ég Excel bókhaldið sem inniheldur allt okkar ástarlíf undanfarnar vikur og ég geri ráð fyrir því að þetta sé hans kaldhæðna leið til að segja mér að hann muni sakna mín meðan ég er á ferðalaginu.

Þetta er sem sagt Excelskjal sem sýnir allar tilraunir hans til að sofa hjá mér síðan 1 júní sl. og hann er svo elskulegur að hafa líka innifalið einn dálk fyrir allar mínar afsakanir; hvað ég sagði til að koma mér undan því að sofa hjá honum á því augnabliki. 

Meðal þess sem má lesa í skjalinu eru beiðnir hinnar ólukkulegu eiginkonu um að fá að horfa á sjónvarpsþættina sína í friði og útskýringar sem staðhæfa að hún sé einfaldlega of þreytt og skítug til að sofa hjá manninum. 

Umræður sem risu fljótlega í kjölfar birtingar knúðu eiginkonuna til svara, sem skrifar meðal annars við athugasemdir:

 

Kynlífið okkar HEFUR dalað undanfarna mánuði, en er það ekki bara eðlilegt? Við erum bæði fullorðið fólk sem lifum annasömu, streitublöndnu lífi. Ég elda fyrir manninn, ég sé um þvottinn hans. Ég held húsinu hreinu og snyrtilegu. Það er ekki eins og kynlífið okkar eigi ALLTAF eftir að vera svona, þetta er bara tímabundið álag sem við erum bæði undir sem hefur dregið úr áhuganum í augnablikinu.  

 

Einhver sagði konuna vera fórnarlamb andlegs ofbeldis á heimili sínu og skrifaði: „Maðurinn þinn hegðar sér fáránlega í samskiptum” meðan annar sagði: „Ef þig langar að upplifa meiri nánd í hjónabandinu þá verður þú líka að læra að forgangsraða hlutunum. Heimilishald er mikil vinna. Það kostar tíma og peninga að slá grasið og það að þrífa baðherbergið gerist ekki af sjálfu sér. Uppvaskið tekur sinn toll og þvotturinn fer ekki sjálfur inn í vélina. Og þegar þið eruð komin með börn þá verður enn minni tími til ástaratlota.”  

Aðrir tóku til óspilltra málana og voru beinskeyttir í tilsvörum:

Ef einhver hefði haldið úti töflureikni um ástæður þess að mig langaði ekki að sofa hjá – yrði ég svo himinlifandi að ég myndi umsvifalaust seilast eftir kynfærum þeirra og tilbiðja þann sama sem ástarguð. Nei, bíddu – æ ég misskildi þetta – mér yrði flökurt af viðbjóði og ég myndi ekki vilja sjá þann sama nálægt mér. Þetta er svo ömurlegt að ég á ekki orð. 

Sjálft viðhengið hefur verið fjarlægt af Reddit núna, en enn má lesa athugasemdir notenda við umræðuþráðinn sem lesa má HÉR 

SHARE