Henni var strítt fyrir að vera með stóra höku

Það eru mörg börn sem fæðast með fæðingargalla. Sumir gallar eru stærri eða aðrir en mjög oft geta þessir gallar leitt til stríðni og eineltis, því miður.

Hin tvítuga Lauren Whitt frá Colorado fæddist með mjög stóra höku. Hakan olli henni bæði líkamlegum og andlegum kvölum. Henni var strítt mikið í grunnskóla en einnig í framhaldsskóla. Stríðnin í framhaldsskólanum varð til þess að hún kláraði skólagönguna heima í fjarkennslu því henni fannst of erfitt að mæta í skólann.

Lauren var kölluð norn og ljót útaf hökunni. Hún hafði prófað að skipta um skóla en það var ekkert sem stoppaði stríðnina.

Það eina sem gat lagað höku Lauren var að fara í stóra aðgerð. „Ég gat ekki lifað svona lífi lengur. Ég var svo vansæl og um leið og ég var orðin tvítug vildi ég fara í aðgerðina. Ég hafði ekki getað bitið almennilega í neitt í mörg ár því ég fann svo mikið til í kjálkanum.“

Lauren átti líka erfitt með andadrátt og það versnaði bara. Hún gat ekki andað með munninn alveg lokaðan.

Fyrst þurfti hún að vera með teina í nokkra mánuði og það þurfti að rétta tennurnar vel áður en aðgerðin var framkvæmd. Aðgerðin tók 9 klukkustundir og læknir Lauren sagði að þetta hefði verið ein flóknasta aðgerð sem hann hafði framkvæmt.

 

 

SHARE