Hertari reglur vegna Covid-19

Verið er að vinna að nýjum og hertari reglum vegna Covid-19, eftir minnisblaði frá sóttvarnalækni. Einnig ætlar ríkislögreglustjóri að senda frá sér tilmæli um hertar aðgerðir sem hver og einn getur tekið til sín.

Þær reglur sem embætti ríkisslögreglustjóra boðar fyrir höfuðborgarbúa til að taka þátt í eru: 

  • Vera eins mikið heimavið og hægt er.
  • Vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsynlegt er.
  • Takmarka fjölda í búðum, þannig að helst einn úr fjölskyldu fari.
  • Takmarka enn frekar heimsóknir til viðkvæmra hópa.
  • Viðburðahaldarar eru hvattir til að fresta þeim viðburðum sem eiga að fara fram næstu tvær vikur.
  • Jógahópar, gönguhópar, kórar og hjólahópar, sem dæmi, geri hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur.
  • Helst fari aðeins þeir í sund sem þurfi heilsu sinnar vegna.
  • Einnig að allir staðir og verslanir sem opnir eru á höfuðborgarsvæðinu tryggi fjöldatakmarkanir eins vel og unnt er sem og handspritt fyrir alla.

Einnig segir Víðir til athugunar að gera hlé á íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikur. 

Upplýsingafundur verður kl 15 í dag og verður sýnt frá honum á Rúv.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here