Hestur sökk í kviksandi á strönd um hábjartan dag

Sólbjartan sumardag hélt Nicole Graham í reiðtúr á hestinum sínum Astro. Þau héldu meðfram stöndinni og nutu veðurblíðunnar en Nicole tók eftir því að sandurinn var óvenju blautur. Það hafði rignt talsvert og Nicole áttaði sig ekki á hættunni sem var framundan.

„Skyndilega sökk Astro ofan í sandleðjuna og stóð í stað þar sem hann kepptist við að lyfta hófunum. Því meira sem hann reyndi á sig því hraðar sökk hann ,“ segir Nicole sem snaraði sér af baki og reyndi að róa hestinn.

„Þetta gerðist allt of hratt, áður en ég vissi af var Astro sokkinn á kaf upp að bringu. Það var þá sem ég áttaði mig á því að hann myndi líklega ekki lifa þetta af.“

Þegar allt var sem svartast segist Nicole að það eina sem hún gat gert í stöðunni var að halda utan um besta vin sinn og reyna að róa hann. Astro, sem var orðinn 17 vetra og ýmsu vanur, virtist einnig vera að búa sig undir endalok lífs síns.

Screen Shot 2014-10-22 at 19.48.25

Það var akkúrat á þeirri ögurstundu sem bjargvætturinn birtist á traktornum sínum. Það mátti ekki minna vera en bóndinn náði að draga hrossið upp úr kviksandinum og bjarga þar með lífi hans.

Sjáðu hið kyngimagnaða björgunarafrek hér

Þess má geta að Astro hefur nú náð sér að fullu og lifir áfram góðu lífi, Nicole til ómældrar gleði og ánægju.

SHARE