Hijab: „Af hverju bera múslimakonur slæður?”

Fyrir sum okkar, sem anarrar trúar en Islam erum, kann slæða kvenna af Islamstrú að merkja kúgun, undirlægjuhátt og niðrandi framkomu í garð kvenna.

 

Einhverjir segja að konur sem gangi með slæðu hljóti að vera þvingaðar til að bera klæðin. Aðrir segja þær ekki þora öðru og svo eru einnig þeir upplýstu einstaklingar sem gera sér grein fyrir að val hverrar konu til að bera slæðu er oftar en ekki byggt á persónulegri og trúarlegri ákvörðun, en fæstar konur af Islamstrú sem bera slæðu eru að fylgja þvinguðum tilmælum sem leggja til að þær hylji sig umheiminum. Slæðan er því eitt miskildasta og umdeildasta klæðaplagg kvenna af Islamstrú; það að bera slæðu er merki um siðprýði en ekki kúgun, eins og ófáir halda.

 

 

 

 

Hijab er arabískt hugtak og merkir siðprýði

 

Ekki allar konur af Islamstrú bera slæðu. Ákvörðunin er persónuleg. Margar konur af Islamstrú bera lausa slæðu um rétt hylur hár þeirra en klæðast eftir vestrænum tískustraumum, meðan aðrar kjósa að hylja líkamslögun sína undir víðum klæðum. Klúturinn sem konur af Islamstrú bera nefnist “hijab” á arabísku og er tákn siðprýði. Til eru þær konur sem segja siðprýði ekkert hafa með klæðaburð að gera heldur hugarfar og neita þess vegna að bera slæðuna. Aðrar segja að Kóraninn kveði á um að konur skuli vera siðlega til fara og þess vegna eigi konur af Islamstrú að hylja kvenlegar línur sínar fyrir áleitnum augum umheimsins.

 

 

 

 

Konan ákveður iðulega sjálf hvort og hvernig hún ber slæðuna

 

Þær konur sem kjósa að fylgja klæðareglum þeim sem Kóraninn kveður á um til hins ítrasta gera svo af fjölbreytilegum ástæðum. Sumar þeirra eru knúnar til að gera svo af þeirri einföldu ástæðu að þær vilja heiðra Kóraninn. Aðrar vilja með því móti undirstrika eigin trú og kjósa að gefa umheiminum skýr skilaboð; að þær séu múslimatrúar.

 

 

 

 

Kjósa fremur að vera metnar á grundvelli andlegra verðleika

 

Þá eru til þær konur sem upplifa sig frjálsari gagnvart umheiminum ef þær hylja líkamlega fegurð sína fyrir augum almennings; þær kjósa að vera metnar á grundvelli andlegra verðleika en ekki líkamlegra sérkenna. Það eru einunigs fáein landsvæði í heiminum sem enn krefjast þess að konur hylji vöxt sinn algerlega, líkt og innan Saudi-Arabíu, þar sem konur hafa ekki nokkuð val um hvernig þær klæðast, að ógleymdum þeim fjölskyldum sem eru í algerum minnihluta og halda fast í gildi Kóransins; krefjast þess hreint út sagt að konur innan fjölskyldunnar klæðist höfuðklút til að hylja hár sitt fyrir umheiminum.

 

 

Ákvörðunin sjálf er iðulega af persónulegum toga

 

Þegar allt kemur til alls er sú ákvörðun hverrar konu að bera slæðu af persónulegum toga. Einhverjar stúlkur kunna að vilja feta í fótspor mæðra sinna sem sjálfar bera slæðuna, en stúlkur setja upp slæðuna þegar þær byrja á mánaðarlegum blæðingum, velji þær (yfirleitt) sjálfar að gera svo.

 

 

Sumar konur af Islamstrú bera aldrei slæðu gegnum lífsleiðina

 

Aðrar konur taka þá ákvörðun að setja upp slæðuna seinna á lífsleiðinni og svo eru til þær konur af Islamstrú sem bera aldrei slæðu; sér í lagi þær sem eru búsettar í vestrænum ríkjum. Hvernig kona ber slæðuna getur líka fylgt tískusveiflum samtíðarinnar og er þannig ekki óalgengt að sjá konur af Islamstrú bera slæðu við aðsniðnar gallabuxur eða fallegan kjól.

 

 

 

Sú ákvörðun kvenna af Islamstrú að bera slæðu er þó, þegar allt kemur til alls, iðulega af persónulegum toga og er sjaldnast þvinguð framkvæmd, öfugt við þær ranghugmyndir sem uppi eru víða um hinn vestræna heim.

 

Viljir þú lesa meira um ástæður þess að konur af Islamstrú bera slæðu: Smelltu HÉR

 

SHARE