Himnesk Bountyskyrterta

Þessi dýrðlega terta er úr smiðju Erlu Guðmunds – bloggara og sælkera með meiru. Að sögn Erlu er hérna um ávanabindandi gúmmelaði að ræða – þannig að þið hrærið í eitt stykki á eigin ábyrgð.

Sjá einnig: Snargeggjuð kókosbollubomba með Daimrjóma og karamellu

Það er um að gera að fylgjast með því sem Erla er að bauka á Facebook og missa aldrei af uppskrift.

bloggmynd

Bountyskyrterta

Botn

1 – 1 og 1/2 kassi Oreokex

100 gr íslenskt smjör (við stofuhita)

  • Skellið kexinu í matvinnsluvélina og setjið á fullt. Næst kemur smjörið, ég skar það niður í litla bita áður en ég setti það í matvinnsluvélina með Oreokexinu.
  • Þegar kexið og smjörið hafði blandast vel saman, þá skellti ég blöndunni í  kökuform og þrýsti henni vel niður. Skellið botninum inn í kæli á meðan þið gerið fyllinguna.

Fylling

250 ml rjómi

300 gr skyr.is með vanillubragði

1 tsk vanillusykur

100 gr hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus (brætt)

9 litlir Bountybitar

3 kókosbollur

  • Byrjið á því að þeyta rjóminn og bætið síðan skyrinu út í, hrærið varlega saman.
  • Næst fer vanillusykurinn og hvíta súkkulaðið út í, blandið vel.
  • Ég skar Bountybitana smátt og kókosbollurnar gróft, blandaði því svo saman við blönduna með sleikju.
  • Þá er fyllinginn klár og henni skellt ofan á oreobotninn og geymd inn í kæli í nokkrar klukkustundir.
  • Ég gerði kökuna að kvöldi til, svo ég geymdi kökuna í kæli yfir nótt og daginn eftir var hún orðin nógu stíf til þess að ég gæti losað hana úr forminu og skellt henni á kökudisk. Ég skreytti svo með nokkrum bræddum súkkulaðidropum frá Nóa Síríus.

bloggmynd-3

Sjá einnig: Grillgott með kókosbollum og karamellum

SHARE